Þétting hryggðar - sögur úr Reykjavík

 • Litla sviðið
 • Verð: 6.950 kr.
 • Frumsýnt 26. febrúar
 • Væntanleg

Á aðalskrifstofu Reykjavíkurborgar eru fjórar manneskjur læstar inni í herbergi af öryggisástæðum. Þau eru eins ólík og hugsast getur, en eru öll Reykvíkingar í húð og hár. 

Þétting hryggðar - sögur úr Reykjavík

„Það hjólar enginn svona vegalengd í norðanátt og skafrenningi nema hann sé geðbilaður.“

Á aðalskrifstofu Reykjavíkurborgar eru fjórar manneskjur læstar inni í herbergi af öryggistástæðum. Þau eru eins ólík og hægt er, en öll Reykvíkingar í húð og hár. Þjökuð af innilokunarkennd, meðvirkni og öðrum meinum sem ásækja nútímamanninn deila þau um þéttingarstefnu meirihlutans, Borgarlínu, umferðina, lokun Laugavegarins og lífið í mismunandi hverfum Reykjavíkur. Þau eru tilbúin að ræða allt, nema sannleikann um hvaða erindi rak þau á skrifstofur borgarinnar.

Stórskemmtilegt og flugbeitt nýtt verk um fólk í Reykjavík samtímans eftir Halldór Laxness Halldórsson, í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur.

 

Leikarar

 • Halldór Gylfason
 • Jörundur Ragnarsson
 • Rakel Ýr Stefánsdóttir
 • Vala Kristín Eiríksdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundar

  Halldór Laxness Halldórsson
  Una Þorleifsdóttir

 • Leikstjórn

  Una Þorleifsdóttir

 • Leikmynd og búningar

  Eva Signý Berger

 • Lýsing

  Kjartan Þórisson

 • Sviðshöfundur

  Jóhann Kristófer Stefánsson

 • Leikgervi

  Elín Sigríður Gísladóttir

 • Hljóðmynd

  Ísidór Jökull Bjarnason

Orlandó

Orlandó, glæsilegur og töfrandi aðalsmaður sem lifir ævintýralegu lífi. Hann er elskhugi Elísabetar I Englandsdrottningar, heillar konur, upplifir sögulega viðburði, ferðast um heiminn og sukkar og svallar. 

Nánar

Útlendingurinn - morðgáta