Borgarleikhúsið

Umbúðalaust - Kartöflur

 • Litla sviðið
 • 60 mín
 • Verð: 4.500 kr.
 • Sýningum lokið
 • Sýningum á Umbúðalaust - Kartöflur er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.

Kartaflan fjölgar sér með spírum í móðurlegg og er ófær um að tjá sig. Hún er stolt jarða sinna, hún er kölluð Keisari eða Blálandsdrottning, Premiere eða Eyvindur nú eða einfaldlega Helga, eftir ræktunarkonu sinni Helgu Gísladóttur frá Unnarsholtskoti í Hrunamannahreppi.

Umbúðalaust - Kartöflur

Frá gullauga til froðusnakks

Kartöflur eftir fjöllistahópinn CGFC er nýstarlegt sviðsverk sem tilnefnt var til Grímuverðlaunanna 2020 sem leikrit ársins. Með kartöfluna sem umfjöllunarefni rannsakar hópurinn ýmsa kima kartöflusamfélagsins og spírar meðal annars hjá kartöfluræktandanum Helgu Gísladóttur og þykkvarbæjarnaslinu beikonbugðum. Helga hefur um langt skeið verið rangnefnd í sögubókum og einsetur hópurinn sér, með dyggri aðstoð Halldórs Eldjárns, að leiðrétta nafn hennar ásamt því sem hann kemst til botns í hinu dularfulla hvarfi beikonbugðunnar af markaði árið 2016, sem olli miklum titringi hjá snakkfíklum landsins.

Kartöflur

Listrænir stjórnendur

 • Höfundar og flytjendur

  Arnar Geir Gústafsson

  Birnir Jón Sigurðsson

  Halldór Eldjárn

  Hallveig Kristín Eiríksdóttir

  Ýr Jóhannsdóttir

  Marta Ákadóttir