Borgarleikhúsið

Undankeppni Dance World Cup 2019

  • Stóra sviðið
  • Frumsýning 30. mars
  • Væntanleg
  • Miðasala er ekki hafin á sýninguna Undankeppni Dance World Cup 2019. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
  • Kaupa kort

Um 100 dansnemar frá listdansskólum landsins munu spreyta sig í undankeppni Dance World Cup á Stóra sviði Borgarleikhússins laugardaginn 30.mars næstkomandi. Um einstakan dansviðburð er að ræða en í gegnum undankeppni DWC á Íslandi mun Ísland í fyrsta sinn eignast DANSlandslið í danslist!

Undankeppni Dance World Cup 2019

Keppt verður um þátttökurétt í DANSlandslið Íslands og mun landsliðið síðan keppa fyrir Íslands hönd í alheimskeppni DWC sem haldin verður í borginni Braga í Portúgal í sumar, dagana 28.júní – 6.júlí.

Miðaverði er stillt í hóf, einungis 2700 kr.

Um opinn miða er að ræða og geta áhorfendur komið og farið að vild meðan á keppni stendur. Keppt verður í mismunandi aldurs- og keppnisflokkum. Tímasett dagskrá verður kynnt þegar nær dregur, á facebooksíðu Dance World Cup Iceland.

Eftirtaldir dansskólar taka þátt í undankeppni DWC á Íslandi
Dansstudio Alice Akureyri
Ballettskóli Eddu Scheving
Bryn Ballett Akademían Reykjanesbæ
Dansskóli Birnu Björns
Dans Brynju Péturs
Dansskóli Chantelle Carey
DanceCenter Reykjavík
Danskompaní Reykjanesbæ
Danslistarskóli JSB
Dansstudio World Class
Klassíski Listdansskólinn
Listdansskóli Hafnarfjarðar
Listdansskóli Íslands
Plie listdansskóli
Steps Dancecenter Akureyri 

Image1