Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Ungt fólk í leikhús - 6 maí 2019

Borgarleikhúsið býður nú fólki yngri en 25 ára 50% afslátt af miðaverði á sýningarnar Bæng!, Sýningin sem klikkar, Allt sem er frábært og Kæra Jelena.

Hundrað þúsundasti gesturinn á Elly - 29 apr. 2019

Síðasta laugardag fékk Guðrún Guðmundsdóttir viðurkenningu fyrir að vera hundrað þúsundasti gesturinn sem hefur komið á sýningunni Elly í Borgarleikhúsinu. Sýningin á laugardaginn var númer 212 í röðinni en nú eru aðeins átta sýningar eftir því lokasýningin verður í lok leikársins, þann 15. júní.

Bæng frumsýnt á Nýja sviðinu - 26 apr. 2019

Leikritið Bæng verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld, föstudagskvöldið 26. apríl. Leikritið er spánnýtt verk eftir eitt þekktasta núlifandi leikskáld Þýskalands, Marius von Mayenburg. Hafliði Arngrímsson er þýðandi þess og Gréta Kristín Ómarsdóttir er leikstjóri.

Kæra Jelena – frumsýning í kvöld - 12 apr. 2019

Leikritið Kæra Jelena verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld, föstudagskvöldið 12. apríl. Leikritið er eftir Ljúdmíla Razumovskaja og þýðing var í höndum Ingibjargar Haraldsdóttur og Kristínar Eiríksdóttur. Leikstjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir.

Kæra Jelena á Leikhúskaffi í dag - 28 mar. 2019

Leikritið Kæra Jelena verður til umfjöllunar á Leikhúskaffi í Borgarbókasafninu í Kringlunni í dag, fimmtudaginn 28. mars kl. 17:30. Leikritið verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins föstudaginn 12. apríl.

Þórdís nýtt Leikskáld Borgarleikhússins - 19 mar. 2019

Þórdís Helgadóttir hefur verið valin Leikskáld Borgarleikhússins. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, tilkynnti um valið á móttöku í Borgarleikhúsinu í dag. Hún tekur við af Birni Leó Brynjarssyni en verk hans Magnum Opus verður sýnt í Borgarleikhúsinu á næsta leikári. 

Frumsýning á Matthildi í kvöld - 15 mar. 2019

Stórsýningin Matthildur verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins á morgun, föstudaginn 15. mars kl. 19.00. Um er að ræða söngleik sem hefur slegið í gegn víða um heim og er nú sýndur í fyrsta skipti á Íslandi. Gísli Rúnar Jónsson íslenskaði og leikstjóri sýningarinnar er Bergur Þór Ingólfsson.

Borgarleikhúsið vann Lúður - 12 mar. 2019

Borgarleikhúsið vann Lúður, Íslensku auglýsingaverðlaunin, fyrir í flokki samfélagsmiðla fyrir kynningarmyndbönd fyrir Ríkharð III, en tilkynnt var um verðlaunin á árlegri hátíð ÍMARK í liðinni viku.

Fjölmenni á opnum samlestri á Kæru Jelenu - 6 mar. 2019

Fjölmenni mætti á opinn samlestur á leikritinu Kæra Jelena sem var haldinn á Litla sviði Borgarleikhússins mánudaginn 4. mars. Þar lásu leikararnir yfir allt verkið og tóku svo þátt í umræðum með gestum í salnum.

Síða 2 af 12