Borgarleikhúsið

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Nýtt leikár komið á vefinn - 4 júl. 2023

Kynntu þér nýtt og metnaðarfullt leikár sem hefst í haust! Sala áskriftarkorta er hafin! Tryggðu þér bestu sætin á besta verðinu!  

Sýningar haustsins komnar í sölu!   

Brynhildur endurráðin leikhússtjóri - 27 jún. 2023

Brynhildur Guðjónsdóttir hef­ur verið end­ur­ráðin sem leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins frá og með 1. ágúst n.k. til 31. júlí 2027, með vísan í samþykktir LR þar sem heimilt er að endurráða leikhússtjóra til fjögurra ára. Brynhildur hef­ur gegnt stöðunni frá því í febrúar 2020.

Síðustu dagar Sæunnar leikrit ársins - 15 jún. 2023

Á nýafstaðinni Grímuverðlaunahátíð bar Matthías Tryggvi Haraldsson sigur úr býtum í flokknum „Leikrit ársins“. Verðlaunin hlaut Matthías fyrir leikrit sitt Síðustu dagar Sæunnar sem sýnt var á Litla sviði Borgarleikhússins fyrr á þessu leikári. 

Útskrift Leiklistarskólans - 15 jún. 2023

Nýlega útskrifuðust 25 ungleikarar hjá Leiklistarskóla Borgarleikhússins eftir þriggja ára nám við skólann.

Þrjár bombur á næsta leikári - 14 jún. 2023

Á næsta leikári munu þrjár stórar og spennandi sýningar verða settar upp á Stóra sviði Borgarleikhússins. Deleríum búbónis, Fíasól gefst aldrei upp og Eitruð lítil pilla.

Tilnefningar til Grímunnar - 6 jún. 2023

Tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í gær í Tjarnarbíó og erum við ákaflega stolt af öllum okkar listamönnum sem hlutu verðskuldaðar viðurkenningar. Hér má sjá hluta af flotta hópnum okkar.

Barnamenningarsjóður styrkir barnastarf leikhússins - 6 jún. 2023

Á dögunum tók Borgarleikhúsið við verkefnastyrk úr Barnamenningarsjóði á Alþingi Íslendinga til að standa fyrir Krakkaþingum Fíusólar.

Aldarminning Jónasar Árnasonar - 26 maí 2023

Sunnudaginn 28. maí eru hundrað ár liðin frá fæðingu Jónasar Árnasonar, rithöfundar og alþingismanns. Jónas var vinsælt leikskáld og eftir hann liggja tíu leikrit, sem flest voru sýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur. 

Eitruð lítil pilla - 19 maí 2023

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody.

Síða 2 af 12