Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Þorleifur Örn leikstjóri ársins í Þýskalandi - 6 nóv. 2018

Um síðustu helgi hlaut Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri,  eftirsóttustu leiklistarverðlaun Þýskalands, Fástinn (Der Faust) fyrir leikstjórn á Eddu í ríkisleikhúsinu í Hannover sem frumsýnd var í mars síðastliðnum. 

Gísli Örn tekur við einu af aðalhlutverkunum í Elly - 1 nóv. 2018

Gísli Örn Garðarsson mun fylla skarð Hjartar Jóhanns Jónssonar í leikritinu Elly í Borgarleikhúsinu frá og með fimmtudeginum 29. nóvember. Hjörtur er önnum kafinn í öðru verkefni leikhússins. Gísli Örn er vel kunnugur verkinu þar sem hann skrifaði það ásamt Ólafi Agli Egilssyni og leikstýrði því.

Hjón heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur - 30 okt. 2018

Hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Theodór Júlíusson voru tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í gær, mánudaginn 29. október.

Kórar á Rocky Horror Singalong sýningu á laugardaginn - 26 okt. 2018

Meðlimir Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð og Hinsegin kórsins verða í salnum á Singalong-sýningu á söngleiknum Rocky Horror á Stóra sviði Borgarleikhússins laugardaginn 26. október. 

Opinn samlestur á Ríkharði III föstudaginn 26. október - 25 okt. 2018

Samlestur á Ríkharði III eftir William Shakaspeare verður í Borgarleikhúsinu föstudaginn 26. október kl. 12:30. Hann er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Kristján Þórður Hrafnsson þýddi leikritið og verður þetta því opinber frumflutningur á splunkunýrri Shakespear-þýðingu. 

Upptaka og umræður á Nýja sviðinu á þriðjudaginn - 17 okt. 2018

Nýtt íslenskt heimildarverk eftir Jón Atla Jónasson verður tekið upp fyrir hljóðvarp þriðjudaginn 23. október kl. 20 á Nýja sviði Borgarleikhússins. Þetta er samstarfsverkefni Útvarpsleikhússins og Borgarleikhússins.

Bílastæði við Kringluna lokað - 13 okt. 2018

Við viljum benda leikhúsgestum á það að bílastæðið á neðri hæð við Kringluna er lokað næstu daga. Við viljum því biðja fólk að mæta tímanlega fyrir sýningu þar sem erfitt gæti reynst að finna bílastæði.

Elly fékk Menningarverðlaun DV - 5 okt. 2018

Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egill Egilsson fengu Menningarverðlaun DV fyrir leiklist fyrir sýninguna Elly. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum DV fyrir stuttu.

Sing-a-long- og búningasýning á Rocky Horror - 29 sep. 2018

Laugardaginn 27. október verður Sing-a-long- og búningasýning á Rocky Horror á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þá gefst gestum sýningarinnar taka þátt með því að syngja með þessari vinsælu tónlist og klæða sig upp í föt sem tengjast sýningunni

Síða 2 af 12