Borgarleikhúsið

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Fjögur ár frá frumsýningu 9 lífa - 13 mar. 2024

Í dag eru fjögur ár frá frumsýningu 9 lífa. Sýningin er sú aðsóknarmesta í sögu íslensks leikhúss og hefur nú verið sýnd 232 sinnum fyrir yfir 125.000 leikhúsgesti. 9 líf var valin sýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni 2022.

Konudagsgjöfin er ferð í Borgarleikhúsið - 22 feb. 2024

Konudagurinn er næstkomandi sunnudag og er ferð í Borgarleikhúsið frábær gjöf í tilefni dagsins! Miði á söngleikinn Eitruð lítil pilla eða gjafakort í leikhúsið! 

Baráttusöngur barnanna úr sýningunni Fíasól á íslensku táknmáli - 13 feb. 2024

Dagur íslenska táknmálsins var haldinn hátíðlegur þann 11. febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var Baráttusöngur barnanna úr sýningunni Fíasól gefst aldrei upp fluttur á íslensku táknmáli í Krakkafréttum.

Tvö vel sótt námskeið tengd söngleiknum Eitruð lítil pilla - 9 feb. 2024

Í vikunni stóð Borgarleikhúsið fyrir tveimur ólíkum námskeiðum í tengslum við Eitraða litla pillu og voru þau vel sótt og skemmtileg.

Vel heppnaðar leikaraprufur - 9 feb. 2024

Um 80 atvinnuleikara sóttu opnar prufur í Borgarleikhúsinu síðastliðinn mánudag. Borgarleikhúsið þakkar þeim kærlega fyrir áhugann og komuna.

Opið fyrir umsóknir um samstarf 2024/2025 - 22 jan. 2024

Borgarleikhúsið óskar eftir umsóknum um samstarf leikárið 2024/2025. Á hverju leikári býður Borgarleikhúsið sjálfstæða leikhópa velkomna til samstarfs. Verkefni sjálfstæðu leikhópanna eru valin af leikhússtjóra og verkefnavalsnefnd leikhússins og í kjölfarið kynnt hússtjórn Borgarleikhússins og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL).

Ný leikskáld Borgarleikhússins - 12 jan. 2024

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Ragnar Ísleifur Bragason hafa verið valin leikskáld Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur 2024-2026. Tilkynnt var um valið við athöfn í Borgarleikhúsinu í gær, 11. janúar, á afmælisdegi leikfélagsins, en það var stofnað árið 1897 og fagnar því 127 árum.

Opnar leikaraprufur í Borgarleikhúsinu - umsóknarfrestur framlengdur - 3 jan. 2024

Borgarleikhúsið hvetur háskólamenntaða leikara af öllum kynjum og ólíkum uppruna til þess að sækja um í opnum leikaraprufum.

Leikhúskaffi í janúar - 2 jan. 2024

Borgarbókasafnið Kringlunni og Borgarleikhúsið hafa boðið upp á leikhúskaffi í nokkur ár þar sem leiksýningar eru kynntar fyrir áhugasömum stuttu fyrir frumsýningu.

Síða 2 af 12