Borgarleikhúsið

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Fjölskylda Gísla Rúnars kom færandi hendi - 26 nóv. 2020

Í miklu blíðskaparveðri fyrir fáeinum dögum, léttu frosti og stillu, kom fjölskylda Gísla Rúnars Jónssonar, færandi hendi og afhenti Leikfélagi Reykjavíkur leiklistarbókasafn hans og ýmsa muni tengda leiklistinni til varðveislu.

Með gat á hjartanu í laginu eins og Guð - 20 nóv. 2020

Endurflutningur Útvarpsleikhússins á Rás 1 á heimildaverkinu Með gat á hjartanu í laginu eins og Guð eftir Jón Atla Jónasson verður á laugardaginn, 21. nóvember, kl. 13:00.

Guðrún Ásmundsdóttir er 85 ára í dag - 19 nóv. 2020

Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, er 85 ára í dag 19. nóvember 2020. Guðrún hóf störf hjá Leikfélaginu haustið 1958 og starfaði þar áratugum saman. Hún varð heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur árið 2009 og hlaut heiðursverðlaun Íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar, árið 2018.

Pétur Einarsson, leikari, áttræður laugardaginn 31. október - 31 okt. 2020

Pétur fæddist í Vestmannaeyjum árið 1940. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1961, lauk prófum frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur árið 1964 og fór til MA náms í háskólanum í Georgia í Bandaríkjunum 1965-66.

Hlýjar kveðjur - 19 okt. 2020

Starfsfólk Borgarleikhússins sendir hlýjar kveðjur í haustsól. Nú er ljóst að núgildandi samkomutakmarkanir verða í gildi næstu þrjár vikurnar.

Edduverðlaun - 7 okt. 2020

Edduverðlaunahátíðin fór fram í gærkvöldi og óskum við öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með viðurkenningarnar! 

Næstu tvær vikur - 6 okt. 2020

Kæru áhorfendur og aðrir velunnarar Borgarleikhússins,

Í ljósi nýjustu frétta og samkvæmt vinsamlegum tilmælum frá yfirvöldum hefur Borgarleikhúsið ákveðið að fresta öllum sýningum og viðburðum næstu tvær vikurnar.

Frumsýning á verkinu Útlendingurinn - Morðgáta - 2 okt. 2020

Það er fullt hús af lífi í Borgarleikhúsinu og í kvöld föstudaginn 2. október, frumsýnum við Útlendinginn – Morðgátu á Litla sviðinu. 

Berndsen og Snorri í Borgarleikhúsinu - 28 sep. 2020

Við í Borgarleikhúsinu erum mjög spennt að kynna fyrir ykkur stórkostlega skemmtilega tónlist eftir tónlistarmennina Davíð Berndsen og Snorra Helgason í vetur. 

Síða 2 af 12