Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Frábærar viðtökur eftir frumsýningu á Ríkharði III - 4 jan. 2019

Laugardaginn 29. desember var Shakespeare-leikritið Ríkharður III frumsýnt á Stóra sviðinu. Frumsýningin gekk frábærlega og fékk sýningin fimm stjörnur í gagnrýni tveggja stærstu dagblaða landsins; Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.

Fimmta stiklan úr Ríkharði III - Margrét, ekkja Hinriks VI - 28 des. 2018

Hér má sjá fimmtu stikluna úr hátíðarsýningu Borgarleikhússins, Ríkharði III, sem verður frumsýnd á Stóra sviðinu á morgun, 29. desember. 

Fjórða stiklan úr Ríkarði III - Hertogafrúin af Jórvík - 27 des. 2018

Hér má sjá fjórðu stikluna úr hátíðarsýningu Borgarleikhússins, Ríkharði III, sem verður frumsýnd á Stóra sviðinu 29. desember. 

Þriðja stiklan úr Ríkharði III - Elísabet drottning - 21 des. 2018

Hér má sjá þriðja stikluna úr hátíðarsýningu Borgarleikhússins, Ríkharði III, sem verður frumsýnd á Stóra sviðinu 29. desember.

Leikritið Tvískinnungur gefið út á bók - 20 des. 2018

Leikritið Tvískinnungur eftir Jón Magnús Arnarsson hefur verið gefið út á bók sem hluti af bókaútgáfu Borgarleikhússins. Leikritið var sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins fyrir stuttu með þeim Haraldi Ara Stefánssyni og Þuríði Blævi Jóhannsdóttur í aðalhlutverki. 

Önnur stiklan úr Ríkharði III - Lafði Anna - 19 des. 2018

Hér má sjá aðra stikluna úr hátíðarsýningu Borgarleikhússins, Ríkharði III, sem verður frumsýnd á Stóra sviðinu 29. desember.

Listi yfir 500 atriði sem leikhúsgestum finnst frábær - 17 des. 2018

Þegar leikritið Allt sem er frábært var frumsýnt í september var leikhúsgestum gefinn kostur á því að skrifa á gulan miða það sem þeim finnst frábært og setja það á vegg í anddyri hússins. Þetta var gert til að líkja eftir plakati sýningarinnar þar sem Valur Freyr Einarsson, eini leikari sýningarinnar, stendur fyrir framan vegg sem er þakinn gulum miðum. 

Fyrsta stiklan úr Ríkharði III - Elísabet yngri - 15 des. 2018

Hér að neðan er hægt að horfa á fyrstu stikluna úr hátíðarsýningu Borgarleikhússins, Ríkharði III, sem verður frumsýnd á Stóra sviðinu 29. desember.

Nýtt lag úr stórsýningunni Matthildi - Er ég verð stór - 11 des. 2018

Hér má hlýða á fyrsta tóndæmið þar sem lag úr stórsýningunni Matthildi verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 15. mars nk. Um er að ræða söngleik byggðan á sögu Roald Dahl sem hefur slegið í gegn í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Síða 2 af 12