Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Kvenfólk - 50. sýning í kvöld! - 1 nóv. 2019

Í kvöld, föstudaginn 1. nóvember verður 50. sýning á Kvenfólki með Hundi í óskilum í Borgarleikhúsinu. 

„Súrrealískur og stórskemmtilegur söngfyrirlestur með hárbeittum skilaboðum.“ **** S.J Fréttablaðið.

Borgarleikhúsið 30 ára - 21 okt. 2019

Borgarleikhúsið var vígt dagana 20.-22.október 1989.

Stórskáldið - frumsýning - 18 okt. 2019

Nýtt íslenskt leikverk, Stórskáldið eftir Björn Leó Brynjarsson verður frumsýnt á Nýja sviðinu í kvöld. Björn Leó var leikskáld Borgarleikhússins 2017/2018 og er þetta afrakstur þeirrar vinnu. Leikstjóri verksins er Pétur Ármannsson en hann hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna 2019 fyrir leikstjórn fyrir sýninguna Club Romantica. 

Borgarleikhúsið býður IO. bekkingum í leikhús - 11 okt. 2019

Öllum 10. bekkingum í Reykjavík boðið að koma á sýninguna Allt sem er frábært. 

Málþing um Jóhann Sigurjónsson - 11 okt. 2019

Leikfélag Reykjavíkur heldur málþing um Jóhann Sigurjónsson í tilefni af 100 ára dánardægri hans verður haldið í Borgarleikhúsinu laugardaginn 12. október kl. 11. Jóhann var eitt af okkar fyrstu „alvöru“ leikskáldum.

Sex í sveit - frumsýning í dag - 5 okt. 2019

Í kvöld verður verkið Sex í sveit frumsýnt á Stóra sviðinu, þessi sprenghlægilegi og sívinsæli gamanleikur er jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á Stóra sviðinu.

Húh! Best í heimi - frumsýning - 27 sep. 2019

Í kvöld verður verkið Húh! Best í heimi frumsýnt á Litla sviðinu. Verkið er samið af hópnum en um er að ræða samstarfsverkefni leikhópsins Ratatam og Borgarleikhússins.

Baggalútur gerði lag fyrir Sex í sveit - 20 sep. 2019

Hér að neðan er myndband við lagið Upp í bústað sem er nýtt lag með Baggalúti. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í gær en Bragi Valdimar Skúlason samdi lagið fyrir gamanleikinn Sex í sveit. Um er að ræða einn vinsælasta gamanleik sem settur hefur verið upp í Borgarleikhúsinu en hefur nú tímastilltur og uppfærður.

Samlestur á Eitri - 17 sep. 2019

Æfingar eru hafnar á leikritinu Eitur sem verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins laugardaginn 2. nóvember. Leikarar eru þau Nína Dögg Filippusdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir.

Síða 2 af 12