Borgarleikhúsið

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Opin kynning á leikárinu - 5 sep. 2022

Loksins getum við aftur boðið upp á opna kynningu á verkefnum vetrarins í Borgarleikhúsinu. N.k miðvikudagskvöld 7. september kl.19 mun Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri fara yfir leikárið sem nú er að hefjast og segja frá starfseminni.

Orkusalan bakhjarl Borgarleikhússins - 2 sep. 2022

Í gær skrifuðu Heiða Halldórsdóttir, markaðsstjóri Orkusölunnar og Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri Borgarleikhússins undir samstarfssamning þess efnis að Orkusalan verði einn af máttarstólpum Borgarleikhússins. 

Kynningarritið er komið út! - 26 ágú. 2022

Kynningarrit Borgarleikhússins er komið út! Í blaðinu er að finna umfjöllun um allar sýningar komandi leikárs.

Umbúðalaust Festival 3. september - 24 ágú. 2022

Umbúðalaust verkefnið hlaut Sprota ársins á Grímunni 2022 og nú gefst áhorfendum það einstaka tækifæri að sjá öll þrjú Umbúðalausu verkefni síðasta leikárs á einu kvöldi. 

Guðmundur Guðmundsson - G.G. er látinn (1939-2022) - 22 ágú. 2022

Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi sýningarstjóri og heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur lést þann 9. ágúst síðastliðinn. Óhætt er að segja að GG, eins og Guðmundur var alltaf kallaður innan leikhússins, hafi verið einn af burðarásum Leikfélagsins um áratuga skeið.

Inntökuprufur - 16 ágú. 2022

Borgarleikhúsið býður upp á einstakt leiklistarnám fyrir börn á á grunnskólaaldri. Skólinn er þriggja ára leiklistarnám þar sem nemendur útskrifast að því loknu sem Ungleikarar. 

Magnús Sædal Svavarsson (1946-2022) - 4 ágú. 2022

Magnús Sædal Svavarsson, fyrrverandi byggingarfulltrúi Reykjavíkur og byggingarstjóri Borgarleikhússins er látinn, aðeins 76 ára að aldri.

Loksins loksins og hoppfallera! - 4 júl. 2022

Tónlistin úr Emil í Kattholti er nú loksins komin út á Spotify og mun eflaust gleðja marga aðdáendur Emils sem beðið hafa eftir henni með eftirvæntingu.

Sumarleyfi miðasölu - 21 jún. 2022

Miðasala Borgarleikhússins er nú lokuð vegna sumarleyfa.

Síða 2 af 12