Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Ávarp á alþjóðaleikhúsdeginum - 27 mar. 2020

Þegar leikhúsinu er lýst er oft talað um að það sé aðeins til í núinu. Leiklist og dans eru þau listform sem reiða sig á núið, raungerast þegar leikari eða dansari mætir áhorfanda og við öndum að okkur sama loftinu. Í dag veit aftur á móti heimurinn allur að það er varasamt að anda að sér sama loftinu. 

Miðasalan er lokuð - 25 mar. 2020

Miðasala Borgarleikhússins er lokuð vegna samkomubanns en áfram er hægt að kaupa miða og nálgast upplýsingar um sýningar á borgarleikhus.is. Allar sýningar frestast og miðar á þær gilda þegar starfsemi í húsinu hefst á ný. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar og þökkum við sýnda biðlund.

Upplýsingar um breytta sýningartíma - 19 mar. 2020

Í ljósi aðstæðna verða breytingar á dagskrá Borgarleikhússins. Við munum senda upplýsingar varðandi nýjar dagsetningar sýninga um leið og nýtt skipulag liggur fyrir.

Upplýsingar um áhrif samkomubanns - 15 mar. 2020

Á meðan samkomubanni stendur falla allar sýningar niður í Borgarleikhúsinu. Þegar nýjar dagsetningar sýninga liggja fyrir verða þær auglýstar á borgarleikhus.is og á samfélagsmiðlum Borgarleikhússins.

Borgarleikhúsið streymir til ykkar - 13 mar. 2020

Borgarleikhúsið mun bregðast við samkomubanni á næstu vikum með því að vera með sérstakar útsendingar úr Borgarleikhúsinu og miðla töfrum leikhússins. Efnið verður sambland af brotum úr uppfærslum leikhússins, uppistandi, fyrirlestrum, tónlistaratriðum, dansi, gjörningum og allskonar öðru skemmtilegu sem okkur dettur í hug.

Bubbasöngleikurinn Níu líf verður frumsýndur í kvöld - 13 mar. 2020

 Söngleikurinn Níu líf sem er byggður á ævi Bubba Morthens verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld, föstudaginn 13. mars. Sýningarnar laugardag og sunnudag eru enn á dagskrá. Þær sýningar sem eru á plani eftir að samkomubann tekur gildi verða færðar.

Matthías og Eva leikskáld Borgarleikhússins - 6 mar. 2020

Matthías Tryggvi Haraldsson og Eva Rún Snorradóttir hafa verið valin Leikskáld Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur 2020–2021, en tilkynnt var um valið við athöfn í Borgarleikhúsinu í dag. Þau voru valin úr hópi 42 umsækjenda og taka við af Þórdísi Helgadóttur sem hefur verið leikskáld Borgarleikhússins síðastliðið ár.

Brynhildur leikstýrir Makbeð - 27 feb. 2020

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri, mun leikstýra einu þekktasta leikriti Shakespeares Makbeð sem áætlað er að frumsýna á Stóra sviðinu haustið 2021. Brynhildur vann Grímuverðlaunin sem leikstjóri ársins árið 2019 fyrir Shakespeare leikritið Ríkharður III sem sló rækilega í gegn í fyrra.

Söngleikurinn Gosi frumsýndur á sunnudaginn - 21 feb. 2020

Glænýr söngleikur um ævintýri spýtustráksins Gosa verður frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins á sunnudaginn, 23. febrúar. Um er að ræða nýja leikgerð sem var unnin úr upprunalegri sögu Carlo Collodi af Ágústu Skúladóttur, leikstjóra, Karli Ágústi Úlfssyni sem samdi texti við lögin í sýningunni og leikhópnum.

Síða 2 af 12