Borgarleikhúsið

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Samstarf Borgarleikhússins við Jafnréttisskóla Reykjavíkur - 22 maí 2024

Í vetur átti Borgarleikhúsið frumkvæðið að nýju samstarfsverkefni við Jafnréttisskólann og Viku6 þar sem Borgarleikhúsið bauð unglingum úr 10. bekkjum Reykjavíkurborgar að koma með félagsmiðstöðinni sinni á söngleikinn Eitruð lítil pilla.

Tilnefningar til Grímunnar 2024 - 16 maí 2024

Borgarleikhúsið hlaut 24 tilnefningar til Grímunnar í ár fyrir 8 sýningar!

Útskrift frá Leiklistarskóla Borgarleikhússins - 6 maí 2024

Nýlega útskrifuðust 30 ungleikarar frá Leiklistarskóla Borgarleikhússins eftir þriggja ára nám við skólann. Við óskum þeim til hamingju með áfangann og þökkum þeim innilega fyrir samfylgdina síðustu ár.

Níu líf kveður - 3 maí 2024

Níu líf kveður 15. júní næstkomandi og eru lokasýningar komnar í sölu. Ekki missa af vinsælustu sýningu Íslandssögunnar.    

Viðburðarrík Barnamenningarhátíð í Borgarleikhúsinu - 30 apr. 2024

Borgarleikhúsið er stoltur þátttakandi í Barnamenningarhátíð í Reykjavík, sem fór fram í síðustu viku, og bauð upp á marga skemmtilega viðburði fyrir börn í vikunni. Það var mikið líf í húsinu!

Elly - 26 apr. 2024

Elly er komin aftur! Í takmarkaðan tíma stígur Katrín Halldóra aftur á Stóra sviðið sem Elly Vilhjálms í rómaðri sýningu Gísla Arnar Garðarssonar eftir handriti Gísla og Ólafs Egils Egilssonar. Sýningin sló á sínum tíma öll met og naut fádæma vinsælda. Nú snýr Elly aftur vegna fjölda áskorana! Miðasala hefst þriðjudaginn 30. apríl! 

Pétur Einarsson in memoriam - 26 apr. 2024

Pétur Einarsson leikari, leikstjóri og heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur er látinn, 83 ára að aldri.

Shakespeare þýðingar Indriða Einarssonar - 19 apr. 2024

Dagskrá á Nýja sviði Borgarleikhússins, laugardaginn 27. apríl kl. 13.

Krakkaþing Fíusólar - 17 apr. 2024

Halló öll! Hér kemur áríðandi tilkynning og áríðandi tilfinning!! Krakkar taka yfir Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu! Opin dagskrá föstudaginn 26. apríl kl. 17:00 þar sem krakkarnir í Fíusól sýna atriði úr sýningunni og kynna niðurstöður Krakkaþingsins sem haldið verður fyrr um daginn. Í lok dagskrár verður öllum börnum boðið upp á svið til að taka undir í Baráttusöng barna – FYLLUM STÓRA SVIÐIÐ AF BÖRNUM! Endalaust fjör og endalaust stuð og ókeypis inn! Foreldrar velkomnir líka ...

Síða 2 af 12