Borgarleikhúsið

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Emil í Kattholti - 20 maí 2021

Emil í Kattholti fer á fjalirnar í Borgarleikhúsinu í haust sem er mikið gleðiefni!

Veisla frumsýnd í kvöld! - 14 maí 2021

Loksins loksins eftir sex tilraunir er komið að frumsýningardegi á leikritinu Veisla eftir Sögu Garðarsdóttur og leikhópinn. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og leikarar eru þau Saga Garðars, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Björn Stefánsson, Halldór Gylfason, Sigrún Edda Björnsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson.

Vorsýning og útskrift hjá Leiklistarskóla Borgarleikhússins - 28 apr. 2021

Leiklistarskóli Borgarleikhússins útskrifaði í síðustu viku ellefu ungleikara sem lokið hafa þriggja ára námi í skólanum. Nemendur á fyrsta og öðru ári ásamt útskriftarnemunum sýndu lokasýningar sínar og voru því um sextíu börn sem stigu á stokk Litla sviðsins við mikil fagnaðarlæti viðstaddra.

Samlestur á verkinu Þétting hryggðar - 15 apr. 2021

Í dag settist leikhópurinn úr verkinu Þétting hryggðar eftir Dóra DNA niður og las verkið eftir langa covid pásu.

Fyrsti samlestur á barnaverkinu Töfraheimur Kjarvals - 12 apr. 2021

Í dag var fyrsti samlestur á barnaverkinu Töfraheimur Kjarvals eftir Stefán Hall Stefánsson sem byggt er að hluta til á bók Margrétar Tryggvadóttur um listmálarann Jóhannes Kjarval.

Unga kynslóðin í Borgarleikhúsið - 9 apr. 2021

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir í leikhúsinu hafa fyrstu þrír mánuðir ársins verið glimrandi góðir fyrir ungu kynslóðina sem hefur aldeilis sett sitt mark á starfið í Borgarleikhúsinu en 7553 börn hafa mætt í heimsókn á þessum tíma. 

Alþjóðlegi leiklistardagurinn - 27 mar. 2021

Okkar einstaka Elísabet Kristín Jökulsdóttir flytur ávarp í tilefni alþjóðlega leiklistardagsins í samstarfi við RÚV og Sviðslistasamband Íslands. Innilega til hamingju með daginn kæra sviðslistafólk!

Sýningum frestað - 24 mar. 2021

Kæru leikhúsgestir, starfsfólk Borgarleikhússins sendir hlýjar kveðjur til gesta sinna með þakklæti í hjarta fyrir heimsóknirnar síðastliðna mánuði. 

Afslappaður Gosi - 23 mar. 2021

Blár apríl er handan við hornið þar sem markmiðið er að auka vitund og þekkingu á einhverfu.

Síða 2 af 12