Borgarleikhúsið

Fréttasafn (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

Jólakveðja Borgarleikhússins - 20 des. 2023

Starfsfólk Borgarleikhússins sendir leikhúsgestum og landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur. 

Síðasti séns að sjá Níu líf! - 15 des. 2023

Vegna gríðarlegrar eftirspurnar hafa örfáar aukasýningar af Níu líf verið settar í sölu. Sýningarnar verða í maí og verður þá jafnframt allra síðasti séns að upplifa þennan magnaða stórsöngleik.

Opnunartímar í desember - miðasala og Kringlubás - 14 des. 2023

Opið verður á básnum okkar í Kringlunni alla daga fram að jólum. Þar er mikið úrval af gjafakortum sem eru tilvalin í jólapakkann.

Líflegar umræður eftir sýninguna Með Guð í vasanum - 14 des. 2023

Síðastliðinn laugardag fóru fram umræður eftir sýninguna Með Guð í vasanum sem sýnd er á Nýja sviði Borgarleikhússins. 

Uppselt á Níu líf - og ekkert lát á eftirspurn! - 12 des. 2023

Uppselt er á allar sýningar af Níu lífum. Nýlega var tilkynnt um síðustu sýningar á Níu lífum eftir fjögurra ára sigurgöngu söngleiksins. Í framhaldinu seldist upp á síðustu sýningarnar og er ekki einn miði laus, en lokasýning er 12. janúar 2024.

Fúsi hlýtur Múrbrjótinn 2023 - 7 des. 2023

Múrbrjótur Landssamtakanna Þroskahjálpar var afhentur í 30. skiptið á alþjóðadegi fatlaðs fólks sem haldinn hátíðlegur um allan heim þann 3. desember.

Lúna - 7 des. 2023

Fyrr í haust bárust leikhúsinu ábendingar og athugasemdir frá einstaklingum sem upplifðu erfiðar tilfinningar í tengslum við kynningu á nýju verki Tyrfings Tyrfingssonar. Eftir gott og uppbyggilegt samtal var tekin ákvörðun um að verkið fengi nýjan titil. Það er mikilvægt leikhúsið eigi í samtali við samfélagið og geti brugðist við aðstæðum. Til að koma til móts við óskir þolanda mun nýtt leikrit Tyrfings, sem frumsýnt verður 19. janúar á Litla sviðinu, bera titilinn Lúna. 

Síðustu sýningar komnar í sölu! - 28 nóv. 2023

Eftir fjögurra ára farsæld stórsöngleiksins Níu líf hafa nú síðustu sýningarnar verið settar í sölu. Níu líf verður flutt í síðasta sinn þann 12. janúar 2024. 

Gaza einræðurnar í Borgarleikhúsinu - 24 nóv. 2023

Borgarleikhúsið svarar ákalli Ashtar leikhússins í Palestínu sem óskar eftir þátttöku frá leikhúsum um allan heim. Ákallið er að 29.nóvember, á Alþjóðlegum degi samstöðu með Palestínsku þjóðinni, verði hinar svokölluðu Gaza einræður lesnar í sem flestum leikhúsum út um allan heim.

Síða 3 af 12