Fréttasafn (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

Gríman, íslensku sviðslistaverðlaunin 2020 - 4 jún. 2020

Tilnefningar til Grímverðlaunanna voru kynntar í gær, 3. júní. Að þessu sinni hlaut Borgarleikhúsið 14 Grímutilnefningar. Við erum stolt af okkar fólki og óskum jafnframt öllum tilnefndum innilega til hamingju!

Leiklistarskóli Borgarleikhússins opnar fyrir umsóknir skólaárið 2020 - 2021 - 22 maí 2020

Borgarleikhúsið býður upp á einstakt leiklistarnám á landsvísu fyrir börn á aldrinum 10-16 ára. Námið er spennandi valkostur fyrir krakka sem hafa brennandi áhuga á leiklist.

Sýningum vormisseris frestað fram á haust - allir miðar tryggðir - 21 apr. 2020

Því miður er nú ljóst að ekki verður unnt að sýna fleiri leiksýningar í Borgarleikhúsinu á þessu leikári.

Borgó í beinni - streymi frá viðburðum - 28 mar. 2020

Streymi Borgarleikhússins lauk formlega með lokatónleikum föstudaginn 15. maí með söngdagskrá úr verkinu Ellý. Takk fyrir samfylgdina og gleðilegt sumar. Lokatónleikar - Lög úr Ellý

Ávarp á alþjóðaleikhúsdeginum - 27 mar. 2020

Þegar leikhúsinu er lýst er oft talað um að það sé aðeins til í núinu. Leiklist og dans eru þau listform sem reiða sig á núið, raungerast þegar leikari eða dansari mætir áhorfanda og við öndum að okkur sama loftinu. Í dag veit aftur á móti heimurinn allur að það er varasamt að anda að sér sama loftinu. 

Miðasalan er lokuð - 25 mar. 2020

Miðasala Borgarleikhússins er lokuð vegna samkomubanns en áfram er hægt að kaupa miða og nálgast upplýsingar um sýningar á borgarleikhus.is. Allar sýningar frestast og miðar á þær gilda þegar starfsemi í húsinu hefst á ný. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar og þökkum við sýnda biðlund.

Upplýsingar um breytta sýningartíma - 19 mar. 2020

Í ljósi aðstæðna verða breytingar á dagskrá Borgarleikhússins. Við munum senda upplýsingar varðandi nýjar dagsetningar sýninga um leið og nýtt skipulag liggur fyrir.

Upplýsingar um áhrif samkomubanns - 15 mar. 2020

Á meðan samkomubanni stendur falla allar sýningar niður í Borgarleikhúsinu. Þegar nýjar dagsetningar sýninga liggja fyrir verða þær auglýstar á borgarleikhus.is og á samfélagsmiðlum Borgarleikhússins.

Borgarleikhúsið streymir til ykkar - 13 mar. 2020

Borgarleikhúsið mun bregðast við samkomubanni á næstu vikum með því að vera með sérstakar útsendingar úr Borgarleikhúsinu og miðla töfrum leikhússins. Efnið verður sambland af brotum úr uppfærslum leikhússins, uppistandi, fyrirlestrum, tónlistaratriðum, dansi, gjörningum og allskonar öðru skemmtilegu sem okkur dettur í hug.

Síða 3 af 12