Fréttasafn (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

Brynhildur leikstýrir Makbeð - 27 feb. 2020

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri, mun leikstýra einu þekktasta leikriti Shakespeares Makbeð sem áætlað er að frumsýna á Stóra sviðinu haustið 2021. Brynhildur vann Grímuverðlaunin sem leikstjóri ársins árið 2019 fyrir Shakespeare leikritið Ríkharður III sem sló rækilega í gegn í fyrra.

Söngleikurinn Gosi frumsýndur á sunnudaginn - 21 feb. 2020

Glænýr söngleikur um ævintýri spýtustráksins Gosa verður frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins á sunnudaginn, 23. febrúar. Um er að ræða nýja leikgerð sem var unnin úr upprunalegri sögu Carlo Collodi af Ágústu Skúladóttur, leikstjóra, Karli Ágústi Úlfssyni sem samdi texti við lögin í sýningunni og leikhópnum.

Helgi Þór rofnar í Chicago - 19 feb. 2020

Leikritið Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem nú er í sýningu á Nýja sviði Borgarleikhússins, verður leiklesið fyrir áhorfendur á hátíðinni Nordic Spirit Festival í Chicago í næstu viku. Á hátíðinni verða lesin nokkur ný verk eftir höfunda frá Skandinavíu þar á meðal nýjasta verkið hans Jonas Khemiri, þess sem skrifaði Um það bil.

Brynhildur ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins - 14 feb. 2020

Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins. Brynhildur er í hópi fremstu leikhúslistamanna á Íslandi um þessar mundir. Hún hefur yfir tuttugu ára reynslu sem leikari, höfundur, listrænn ráðunautur og leikstjóri. 

Fyrsti samlestur fyrir Oleanna - 5 feb. 2020

Í vikunni var fyrsti samlesturinn fyrir leikritið Oleanna eftir David Mamet sem verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins þann 27. mars. Leikarar í verkinu eru þau Ólafur Darri Ólafsson og Vala Kristín Eiríksdóttir og leikstjórinn er Hilmir Snær Guðnason.

Fyrsti samlestur fyrir Níu líf - 27 jan. 2020

Fyrir stuttu var fyrsti samlesturinn á söngleiknum Níu líf sem fjallar um Bubba Morthens í tali og tónum og verður frumsýndur föstudaginn 13. mars. Allur leikhópurinn settist saman á Stóra sviðinu og las saman verkið auk þess að syngja lögin við undirspil Guðmundar Óskars Guðmundssonar, tónlistarstjóra.

Fyrsti samlestur á Gosa - 22 jan. 2020

Fyrsti samlesturinn fyrir sýninguna um ævintýri spýtustráksins Gosa var haldinn í síðustu viku. Ágústa Skúladóttir, leikstjóri sýningarinnar, hefur unnið verkið upp úr upprunalega texta Carlo Collodi og verður sýningin frumsýnd sunnudaginn 23. febrúar. Þegar er uppselt á fyrstu 17. sýningarnar.

Frábærar viðtökur á söngleiknum um Bubba - 21 jan. 2020

Nú hafa yfir 9000 miðar selst á söngleikinn Níu líf, sem fjallar um Bubba Morthens í tali og tónum, en miðasalan hófst á laugardaginn. Ólafur Egill Egilsson er höfundur verksins og leikstjóri sýningarinnar sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 13. mars.

Helgi Þór rofnar frumsýnt í kvöld - 17 jan. 2020

Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson verður frumsýnt á Nýja sviðinu í kvöld, föstudaginn 17. janúar. Leikstjóri er Stefán Jónsson. Um er að ræða drepfyndið og spennandi leikrit um það hvort maðurinn komist undan sögunni um sig, geti losað sig úr álögum og hætt að trúa á spádóma.

Síða 3 af 12