Fréttasafn
Fyrirsagnalisti
Síðustu sýningar komnar í sölu!
Eftir fjögurra ára farsæld stórsöngleiksins Níu líf hafa nú síðustu sýningarnar verið settar í sölu. Níu líf verður flutt í síðasta sinn þann 12. janúar 2024.
Gaza einræðurnar í Borgarleikhúsinu
Borgarleikhúsið svarar ákalli Ashtar leikhússins í Palestínu sem óskar eftir þátttöku frá leikhúsum um allan heim. Ákallið er að 29.nóvember, á Alþjóðlegum degi samstöðu með Palestínsku þjóðinni, verði hinar svokölluðu Gaza einræður lesnar í sem flestum leikhúsum út um allan heim.
Auglýst eftir handritum eftir börn á aldrinum 6-12 ára
Borgarleikhúsið er stoltur aðili að Sögum, verðlaunahátíð barna. Börn á aldrinum 6-12 ára eru hvött til að senda inn handrit að leikriti í handritasamkeppni Sagna. Tvö leikrit verða valin og sett upp í Borgarleikhúsinu.
Jólaþrennan komin
Jólaþrennan Jómfrúarinnar er komin í Borgarleikhúsið! Þrennan samanstendur af smörrebröd með jóla-graflaxi, kalkúnasalati og hamborgarhrygg. Hægt er að panta fyrir sýningar og í hléi.
Forsala hafin á nýja söngleikinn!
Söngleikurinn Eitruð lítil pilla byggir á tónlist af plötu Alanis Morissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins og einni söluhæstu hljómplötu allra tíma.
Leikritunarsjóður LR auglýsir eftir umsóknum
Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur auglýsir nú eftir umsóknum. Stjórn sjóðsins velur leikskáld úr hópi umsækjenda sem býðst í framhaldi samningur við Borgarleikhúsið. Laun sem eru greidd mánaðarlega taka mið af starfslaunum listamanna. Skáldið fær aðstöðu í leikhúsinu, vinnur þar á samningstímanum og verður hluti af starfsliði Borgarleikhússins og mun njóta aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra og leiklistarráðunauta.
Aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur haldinn og tveir nýir heiðursfélagar útnefndir
Aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur var haldinn mánudaginn 30. október síðastliðinn, á Nýja sviði Borgarleikhússins. Leikfélag Reykjavíkur annast rekstur Borgarleikhússins í samræmi við samning þess við Reykjavíkurborg og félagsmenn í Leikfélaginu mynda mikilvægan bakhjarl við starfsemi leikhússins. Síðasta leikár gekk gríðarlega vel og var aðsóknin í leikhúsið góð.
Krakkar skrifa leikrit
Krakkar skrifa leikrit fór fram síðastliðinn miðvikudag þegar nemendur úr Leiklistarskóla Borgarleikhússins fluttu tvö verk, sem voru valin vinningshandrit í leikritasamkeppni Sagna, verðlaunahátíð barna.
Hádegisfundur LR
Fyrsti hádegisfundur vetrarins verður haldinn í dag, miðvikudaginn 25. október kl. 12-13 í forsal Borgarleikhússins.
- Fyrri síða
- Næsta síða