Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Hlýjar kveðjur - 19 okt. 2020

Starfsfólk Borgarleikhússins sendir hlýjar kveðjur í haustsól. Nú er ljóst að núgildandi samkomutakmarkanir verða í gildi næstu þrjár vikurnar.

Edduverðlaun - 7 okt. 2020

Edduverðlaunahátíðin fór fram í gærkvöldi og óskum við öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með viðurkenningarnar! 

Næstu tvær vikur - 6 okt. 2020

Kæru áhorfendur og aðrir velunnarar Borgarleikhússins,

Í ljósi nýjustu frétta og samkvæmt vinsamlegum tilmælum frá yfirvöldum hefur Borgarleikhúsið ákveðið að fresta öllum sýningum og viðburðum næstu tvær vikurnar.

Frumsýning á verkinu Útlendingurinn - Morðgáta - 2 okt. 2020

Það er fullt hús af lífi í Borgarleikhúsinu og í kvöld föstudaginn 2. október, frumsýnum við Útlendinginn – Morðgátu á Litla sviðinu. 

Berndsen og Snorri í Borgarleikhúsinu - 28 sep. 2020

Við í Borgarleikhúsinu erum mjög spennt að kynna fyrir ykkur stórkostlega skemmtilega tónlist eftir tónlistarmennina Davíð Berndsen og Snorra Helgason í vetur. 

Fyrsta frumsýning leikársins - 18 sep. 2020

Fyrsta frumsýning leikársins er í kvöld, 18. september á Nýja sviði Borgarleikhússins, en það er verkið Oleanna eftir David Mamet í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar og Hilmis Snæs Guðnasonar. Það eru leikararnir Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær sem takast á við þetta umdeilda og áhugaverða verk, sem skilur eftir sig margar áleitnar spurningar.

Kennsla hafin í Leiklistarskóla Borgarleikhússins - 9 sep. 2020

Kennsla í Leiklistarskóla Borgarleikhússins hófst í vikunni. Skólinn hefur vaxið með hverju árinu og í vetur stunda alls 65 nemendur nám á þremur stigum. Skólinn býður upp á metnaðarfullt leiklistarnám fyrir börn á aldrinum 10-16 ára.

Kristjana Milla ráðin sem mannauðsstjóri - 31 ágú. 2020

Borgarleikhúsið hefur ráðið Kristjönu Millu Snorradóttur til starfa sem mannauðsstjóra

Ný hússkáld Borgarleikhússins - 26 ágú. 2020

Eva Rún Snorradóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson mættu til starfa í dag, en þau voru valin leikskáld Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur, leikárið 2020-2021. Taka þau við af Þórdísi Helgadóttur sem var leikskáld Borgarleikhússins á síðasta leikári.

Síða 1 af 12