Borgarleikhúsið

Fréttasafn (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

Líflegar umræður eftir sýninguna Með Guð í vasanum - 14 des. 2023

Síðastliðinn laugardag fóru fram umræður eftir sýninguna Með Guð í vasanum sem sýnd er á Nýja sviði Borgarleikhússins. 

Uppselt á Níu líf - og ekkert lát á eftirspurn! - 12 des. 2023

Uppselt er á allar sýningar af Níu lífum. Nýlega var tilkynnt um síðustu sýningar á Níu lífum eftir fjögurra ára sigurgöngu söngleiksins. Í framhaldinu seldist upp á síðustu sýningarnar og er ekki einn miði laus, en lokasýning er 12. janúar 2024.

Fúsi hlýtur Múrbrjótinn 2023 - 7 des. 2023

Múrbrjótur Landssamtakanna Þroskahjálpar var afhentur í 30. skiptið á alþjóðadegi fatlaðs fólks sem haldinn hátíðlegur um allan heim þann 3. desember.

Lúna - 7 des. 2023

Fyrr í haust bárust leikhúsinu ábendingar og athugasemdir frá einstaklingum sem upplifðu erfiðar tilfinningar í tengslum við kynningu á nýju verki Tyrfings Tyrfingssonar. Eftir gott og uppbyggilegt samtal var tekin ákvörðun um að verkið fengi nýjan titil. Það er mikilvægt leikhúsið eigi í samtali við samfélagið og geti brugðist við aðstæðum. Til að koma til móts við óskir þolanda mun nýtt leikrit Tyrfings, sem frumsýnt verður 19. janúar á Litla sviðinu, bera titilinn Lúna. 

Síðustu sýningar komnar í sölu! - 28 nóv. 2023

Eftir fjögurra ára farsæld stórsöngleiksins Níu líf hafa nú síðustu sýningarnar verið settar í sölu. Níu líf verður flutt í síðasta sinn þann 12. janúar 2024. 

Gaza einræðurnar í Borgarleikhúsinu - 24 nóv. 2023

Borgarleikhúsið svarar ákalli Ashtar leikhússins í Palestínu sem óskar eftir þátttöku frá leikhúsum um allan heim. Ákallið er að 29.nóvember, á Alþjóðlegum degi samstöðu með Palestínsku þjóðinni, verði hinar svokölluðu Gaza einræður lesnar í sem flestum leikhúsum út um allan heim.

Auglýst eftir handritum eftir börn á aldrinum 6-12 ára - 14 nóv. 2023

Borgarleikhúsið er stoltur aðili að Sögum, verðlaunahátíð barna. Börn á aldrinum 6-12 ára eru hvött til að senda inn handrit að leikriti í handritasamkeppni Sagna. Tvö leikrit verða valin og sett upp í Borgarleikhúsinu. 

Jólaþrennan komin - 14 nóv. 2023

Jólaþrennan Jómfrúarinnar er komin í Borgarleikhúsið! Þrennan samanstendur af smörrebröd með jóla-graflaxi, kalkúnasalati og hamborgarhrygg. Hægt er að panta fyrir sýningar og í hléi. 

Forsala hafin á nýja söngleikinn! - 9 nóv. 2023

Söngleikurinn Eitruð lítil pilla byggir á tónlist af plötu Alanis Morissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins og einni söluhæstu hljómplötu allra tíma.

Síða 4 af 12