Fréttasafn
Fyrirsagnalisti
Elly smørrebrød sérvalið af Katrínu Halldóru
Í tilefni þess að hin margrómaða sýning Elly snýr aftur á svið eftir fimm ára hlé hefur Katrín Halldóra, í samstarfi við matreiðslumeistara Jómfrúarinnar, sérvalið nýjan rétt á matseðil leikhúsbarsins. Elly smurbrauðið er innblásið af hinni töfrandi Elly sem Katrín Halldóra túlkar í sýningunni.
Fíasól gefst aldrei - sýningar hefjast aftur á barnasýningu ársins
Hin vinsæla fjölskyldusýning Fíasól gefst aldrei upp, sem gekk fyrir fullu húsi á síðasta leikári, snýr aftur á svið 8. september. Sýningin hlaut fjórar tilnefningar til Grímunnar og fern verðlaun á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, þar á meðal fyrir Barnasýningu ársins.
Brúðkaup Fígarós
Kynningarritið er komið út
Kynningarrit Borgarleikhússins er komið út. Þar er hægt að lesa allt um leikárið auk þess sem í blaðinu eru skemmtileg viðtöl við Auði Övu Ólafsdóttur höfund skáldsögunnar Ungfrú Ísland og Ólaf Egil Egilsson leikstjóra og annan af höfundum sýningarinnar Þetta er Laddi. Smelltu hér til að lesa.
Kynningarfundur 31. ágúst kl. 16:00
Laugardaginn 31. ágúst kl. 16:00 verður kynning á komandi leikári. Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri mun kynna leikárið og fá til sín góða gesti.
Sala áskriftarkorta er hafin
Komdu í áskrift og tryggðu þér bestu sætin á besta verðinu!
100 ár frá fæðingu Karls Guðmundssonar
Í dag, 28. ágúst, eru liðin hundrað ár frá fæðingu hins ástsæla leikara og þýðanda, Karls Guðmundssonar. Karl kom fyrst fram á leiksviði í sýningunni Meðan við bíðum hjá Fjalakettinum árið 1948, en hann hélt síðar til í London í leiklistarnám og útskrifaðist frá Royal Academy of Dramatic Arts árið 1952. Karl starfaði nær allan sinn feril hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Leiklistarskólinn: Opið fyrir umsóknir í inntökuprufur
Borgarleikhúsið býður upp á metnaðarfullt nám fyrir börn með brennandi leiklistaráhuga. Skólinn er þriggja ára skapandi leiklistarnám og nemendur útskrifast að því loknu með viðurkenningu frá Borgarleikhúsinu.
Opið er fyrir skráningu í inntökuprufur fyrir börn sem sækja um að hefja námsvist haustið 2024. Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst. Athugið að aðeins er tekið við umsóknum frá börnum fæddum á árunum 2011-2014.
Þetta er Laddi!
Er þetta flugvél? Er þetta leðurblaka? Er þetta þjóðargersemi? Nei! Nei! og já! Þetta er Laddi!
Leikárið framundan er fullt af nýju efni og rúsínan í pylsuendanum er tvímælalaust nýtt sköpunarverk Ólafs Egils Egilssonar, sem hann vinnur ásamt Völu Krisínu Eiríksdóttur um manninn sem glatt hefur kynslóðir Íslendinga, fengið okkur til að dansa, syngja og veltast um af hlátri.
- Fyrri síða
- Næsta síða