Borgarleikhúsið

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Yfir 1.300 börn á Kjarval! - 10 okt. 2024

Undanfarnar vikur höfum við tekið á móti yfir 1.300 börnum í fimmta bekk í grunnskólum Reykjavíkurborgar á Kjarval, undurfagurt og skemmtilegt verk um þennan dáða listamann.

Börn boða til blaðamannafundar 2. október! - 1 okt. 2024

Hér kemur áríðandi tilkynning og áríðandi tilfinning!! Börn boða til blaðamannafundar!

Í apríl stóð Borgarleikhúsið fyrir Krakkaþingi þar sem 70 börn og unglingar á aldrinum 9–15 ára með brennandi áhuga á leikhúsi hittust og ræddu málin. Niðurstaða þeirrar vinnu var afgerandi: Leikhús breytir lífum!

Miðvikudaginn 2. október verða niðurstöður frá þinginu kynntar í forsal Borgarleikhússins.

Elly - síðdegissýningar komnar í sölu! - 30 sep. 2024

Vegna mikillar eftirspurnar verður boðið upp á síðsegissýningar á Elly á völdum dagsetningum í nóvember og desember. 

Hægt er að nálgast miða með því að smella hér og með því að hafa samband við miðasölu. 

Hallgrímur Helgason í Borgarleikhúsið - 27 sep. 2024

Hallgrímur Helgason er kunnur sögumaður og hefur haldið gríðarlega vinsæl námskeið þar sem hann opnar bækur sínar um fólkið á Segulfirði upp á gátt fyrir lesendum sínum. Nú býður hann gestum til sætis á Litla sviði Borgarleikhússins þar sem hann mun rekja frásögnina í gegnum skáldsögurnar Sextíu kíló af sólskini, Sextíu kíló af kjaftshöggum og þriðju bókinni Sextíu kíló af sunnudögum sem kemur út nú í haust. 

Leikhúskaffi - Óskaland - 26 sep. 2024

Þann 1. október bjóða Borgarleikhúsið og Borgarbókasafnið í Kringlunni upp á sameiginlegt leikhúskaffi.

Leikhússkaffið er skemmtilegur viðburður fyrir öll sem hafa áhuga á leikhúsi. Það hefst á Borgarbókasafninu Kringlunni þar sem Hilmir Snær Guðnason leikstjóri segir frá sýningunni Óskaland. Í kjölfarið verður farið samferða yfir á Stóra svið Borgarleikhússins þar sem leikmyndin verður skoðuð og boðið upp á umræður og spurningar fyrir áhugasama. 

Sýslumaður Dauðans umræður að sýningu lokinni - 26 sep. 2024

Sýslumaður Dauðans var frumsýndur síðast liðna helgi við mikinn fögnuð áhorfenda. Tvær sýningar eru nú um helgina, og á laugardaginn verður boðið upp á umræður með leikurum og listrænum stjórnendum að sýningu lokinni. 

Aldarminning Karls Guðmundssonar - 25 sep. 2024

Í ágúst síðastliðnum voru liðin 100 ár frá fæðingu Karls Guðmundssonar, leikara og þýðanda. Af því tilefni stendur Leikfélag Reykjavíkur fyrir dagskrá honum til heiðurs sunnudaginn 29. september á litla sviði Borgarleikhússins. Leikarar Leikfélags Reykjavíkur lesa kafla úr leikritaþýðingum hans og Kjartan Ragnarsson segir frá kynnum sínum af Karli og samstarfi við hann. Einnig mun barnabarn Karls, leikkonan Camille Marmié lesa úr þýðingum hans, m.a. kafla úr óbirtri þýðingu á miðaldaleiknum Sérhver.

Vel heppnuð frumsýning - 23 sep. 2024

Fyrsta frumsýning vetrarins var laugardaginn 21. september þegar Sýslumaður Dauðans var frumsýndur fyrir fullu húsi við mikinn fögnuð áhorfenda.

Ragnar Ísleifur hefur formlega störf. - 23 sep. 2024

Ragnar Ísleifur Bragason tók við lyklum að skrifstofu sinni í Borgarleikhúsinu á dögunum. Þar með hóf Ragnar formlega störf sem leikskáld Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur fyrir tímabilið 2024-2025.

Síða 1 af 12