Borgarleikhúsið

Fréttasafn (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

Forsala hafin á nýja söngleikinn! - 9 nóv. 2023

Söngleikurinn Eitruð lítil pilla byggir á tónlist af plötu Alanis Morissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins og einni söluhæstu hljómplötu allra tíma.

Leikritunarsjóður LR auglýsir eftir umsóknum - 6 nóv. 2023

Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur auglýsir nú eftir umsóknum. Stjórn sjóðsins velur leikskáld úr hópi umsækjenda sem býðst í framhaldi samningur við Borgarleikhúsið. Laun sem eru greidd mánaðarlega taka mið af starfslaunum listamanna. Skáldið fær aðstöðu í leikhúsinu, vinnur þar á samningstímanum og verður hluti af starfsliði Borgarleikhússins og mun njóta aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra og leiklistarráðunauta.  

Aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur haldinn og tveir nýir heiðursfélagar útnefndir - 31 okt. 2023

Aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur var haldinn mánudaginn 30. október síðastliðinn, á Nýja sviði Borgarleikhússins. Leikfélag Reykjavíkur annast rekstur Borgarleikhússins í samræmi við samning þess við Reykjavíkurborg og félagsmenn í Leikfélaginu mynda mikilvægan bakhjarl við starfsemi leikhússins. Síðasta leikár gekk gríðarlega vel og var aðsóknin í leikhúsið góð.

Krakkar skrifa leikrit - 27 okt. 2023

Krakkar skrifa leikrit fór fram síðastliðinn miðvikudag þegar nemendur úr Leiklistarskóla Borgarleikhússins fluttu tvö verk, sem voru valin vinningshandrit í leikritasamkeppni Sagna, verðlaunahátíð barna.

Hádegisfundur LR - 25 okt. 2023

Fyrsti hádegisfundur vetrarins verður haldinn í dag, miðvikudaginn 25. október kl. 12-13 í forsal Borgarleikhússins. 

Glerdreki Leifs Breiðfjörð í Borgarleikhúsinu á ný - 9 okt. 2023

Glerlistaverkið Glerdrekinn eða „Blái drekinn“ eftir Leif Breiðfjörð er komið heim. Verkið, sem verið hefur í safneign Listasafns Reykjavíkur frá árinu 1985 var upphaflega pantað fyrir Kjarvalsstaði en fékk heimili í Borgarleikhúsinu eftir vígslu leikhússins.

Mikil stemning á frumsýningu! - 3 okt. 2023

Deleríum búbónis var frumsýnt föstudaginn 29. september síðastliðinn við mikinn fögnuð áhorfenda og var standandi uppklapp í lok sýningar! 

Deleríum búbónis frumsýnt 29. september - 3 okt. 2023

Deleríum búbónis er ein af perlum íslensks leikhúss, dásamlegur gamansöngleikur með pólitísku biti, fullur af sígildum lögum bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona.

Með Guð í vasanum - 26 sep. 2023

Mikil stemning var á frumsýningu á Með Guð í vasanum síðastliðinn föstudag og var leikhópnum og aðstandendum sýningarinnar ákaft fagnað að sýningu lokinni. Hópurinn stillti sér upp til myndatöku eftir sýninguna! 

Síða 5 af 12